Við kynnum með tregðu Meyjarnar þrjár sem verða með okkur í nóvember og desember í Hörpu og Hofi. Þetta var alls ekki planað. Jógvan sagðist hafa ráðið þær til að vera bakraddir hjá okkur, sem við eigum erfitt með að trúa, en það verður strembið að koma þeim að í sýningunnni. Þessar heilögu Doríur (að Jógvans mati) eru Regína Ósk,  Salka Sól Eyfeld og Selma Björnsdóttir. Fyrir þá sem muna ekki hver Selma er þá keppti hún fyrir íslands hönd í Eurovision á síðustu öld. Þær munu gera sitt besta til að deila með okkur hæfileikum sínum, sem að þeirra mati eru jafnvel meiri en okkar, og ætla sér að gera allt vitlaust. Við hreinlega getum beðið. Við höfum smá áhyggjur af því að Jógvan beri fyrir sig minnisleysi varðandi bókunina við þær þegar þær mæta á svæðið. Sjáum hvað setur.
Okkur tvo setur hljóðan. Kveðja,
Friðrik og Eyþór – í fósturstellingu.