VITRINGARNIR 3

VITRINGARNIR 3

Vinirnir, skemmtikraftarnir og söngvararnir Eyþór Ingi, Jógvan Hansen og Friðrik Ómar sameina nú krafta sína á jólavertíðinni með stórskemmtilegri tónleikasýningu í desember sem ber heitið VITRINGARNIR 3. Drengina þarf vart að kynna en þeir eru jú skemmtilega ólíkir, allskonar og hinsegin en umfram allt stórstjörnur í Klakksvík, í Færeyjum og á Dalvík. Gestir mega eiga von á smekklegri blöndu af gamanefni og tónlist en með þeim verður stórhljómsveit undir stjórn Ingvars Alfreðssonar. Hér er á ferðinni skemmtun fyrir pör, hjón, vinahópa, systkini, frændfólk, mága, svila, mæðgur, feðgin og fyrirtæki en umfram allt fyrir fólk sem vill hafa gaman á aðventunni og skemmta sér með bravúr!

Hljómsveit Vitringanna:
Ingvar Alfreðsson píanó og hljómsveitarstjórn
Reynir Snær Magnússon gítarar
Benedikt Brynleifsson trommur
Tumi Torfason trompet
Sigurður Flosason saxafónn og fl.
Einar Jónsson básúna
Diddi Guðnason slagverk
Jóhann Ásmundsson bassi

Hljóðmeistari:
Björgvin Sigvaldason

Ljósameistari:
Freyr Vilhjálmsson

Sviðshreyfingar:
Selma Björnsdóttir

Verkefnastjórn:
Haukur Henriksen
Björgvin Sigvaldason

Förðun og hár:
Helma Þorsteinsdóttir

Framleiðendur:
Eyþór Ingi Gunnlaugsson
Friðrik Ómar Hjörleifsson
Jógvan Hansen