Vitringarnir slá met í Hofi!
Nú þegar uppselt er á sex sýningar Vitringanna í Hofi hefur verið tekin sú ákvörðun að bæta sjöundu og jafnframt allra síðustu sýningunni við fimmtudagskvöldið 5. desember kl. 20:00. Viðtökurnar hafa verið ótrúlegar en aldrei áður hefur einn og sami viðburðurinn verið haldin svo oft á einni helgi eða jafn margir gestir mætt á einn viðburð síðan að Hof opnaði árið 2010. Það má því gera ráð fyrir að um 3500 gestir mæti í Hof dagana 5.-8. desember. Viðburður sem þessi hefur gríðarleg áhrif á veitingaþjónustu í bænum en ætla má að stór hluti panti sér kvöldverð fyrir sýningarnar eða líti við á skemmtistöðum bæjarins á eftir. Við hvetjum gesti Vitringanna til að panta sér borð hið fyrsta en vera þó mætt tímanlega í Hof því sýningin hefst á auglýstum tíma. Miðasala á sjöundu og síðustu sýninguna 5. desember kl. 20:00 hefst 19. september kl. 10:00.
Vitringarnir 3 – dagsetningar og tímasetningar í Hofi 2024:
5. des. – fim. kl. 20:00 – í sölu 19. sept kl. 10:00.
6. des. – fös. kl. 19:00
6. des. – fös. kl. 22:00
7. des. – lau. kl. 16:00
7. des. – lau. kl. 19:00
7. des. – lau. kl. 22:00
8. des. – sun. kl. 20:00