
Vitringarnir ásamt fylgdarliði í Hofi 8. desember 2024. Ljósmyndari: Axel Þórhallsson.
Vitringarnir héldu 7 sýningar í Menningarhúsinu Hofi um liðna helgi en alls mættu um 3500 gestir. Við viljum færa starfsfólkinu í Menningarhúsinu Hofi okkar bestu þakkir fyrir fagmennsku og frábært samstarf. Allt gekk að óskum og ekki var að sjá og heyra annað en að gestirnir fjölmörgu hafi skemmt sér konunglega. Gjafavörur úr Betlihem ruku út en drengirnir árituðu svuntur, kokkahúfur, tappatogara og spil að lokinni sýningu og heilsuðu upp á gesti. Nú hleður hópurinn batteríin í tvo sólarhringa en framundan eru 15 sýningar í Hörpu og nánast uppselt á þær allar. Sjá hér!
Fylgstu með Vitringunum á Instagram:
Friðrik Ómar: fromarinn
Eyþór Ingi: eythoringimusic
Jógvan Hansen: jogvan.hansen.official