
Vitringarnir kátir í bragði. Fv. Friðrik Ómar, Jógvan Hansen og Eyþór Ingi. Ljósmynd: Mummi Lú.
Vitringarnir munu leggja undir sig Menningarhúsið Hof á Akureyri helgina 6.-8. desember nk. Uppselt er á fimm sýningar sem haldnar verða föstudaginn 6. desember kl. 19:00 og 22:00 og síðan laugardaginn 7. desember kl. 16:00, 19:00 og 22:00. Nú eru aðeins nokkur sæti laus á sjöttu sýninguna sem haldin verður sunnudagskvöldið 8. desember kl. 20:00. Því má gera ráð fyrir að um 3000 gestir heimsæki Menningarhúsið Hof á Vitringana þrjá 2024. Þeir sem vilja tryggja sér síðustu sætin hjá okkur geta gert það hér:
Fylgstu með Vitringunum á Instagram:
Friðrik Ómar: fromarinn
Eyþór Ingi: eythoringimusic
Jógvan Hansen: jogvan.hansen.official