Miðasalan fór af stað með látum í morgun en aukasýningar eru komnar í sölu í Hörpu 4. desember, 6. desember og 7. desember.
Á slaginu 10:00 opnaði miðasalan bæði í Hofi og Hörpu og greinilegt að aðdáendur Vitringanna biðu spenntir því miðar seldust upp á nokkrar sýningar á báðum stöðum. Sýningarnar eru orðnar 18 og ekki ólíklegt að fleiri bætist við miðað við áganginn. Vitringarnir heimsóttu útvarpsstöðvarnar K100, FM95,7 og Bylgjuna í morgun og létu öllum illum látum en þeim tókst erfiðlega að mæta á sama tíma í viðtal klukkan átta í morgun vegna tafa í umferðinni. Þeir mættu kolli af kolli í beinni útsendingu og léku á alls oddi.

Hlusta á viðtal á K100.

Hlusta á viðtal á Bylgjunni.