VITRINGARNIR 3

Jógvan Hansen

Jógvan Hansen 2022.
Jógvan Hansen er fæddur 28. desember 1978 sem gerir hann að elsta vitringnum í hópnum. Hann stígur þó ekkert sérstaklega mikið í vitið en þess vegna elska hann allir. Hann man aldrei hvert hann er að fara og hvað þá hvaðan hann er að koma. Hann lifir í núinu. Móttó hans í lífinu er að hann vill frekar lifa saddur í 60 ár en svangur í 70 ár en hann er að endurskoða það. Þó Jógvan sé gríðarlega sterkur í mannlegum samskiptum þá líður honum best einum upp á fjöllum. Hann er náttúrubarn. Hann er giftur inn í fjársterka fjölskyldu og á tvö börn með sömu konunni.

Ferill

Jógvan hóf ungur að árum að leika á fiðlu og syngja. Hann gerði garðinn frægan í Færeyjum of söng á vinsælar barnaplötur og var í þekktri hljómsveit sem heitir ARIA. Jógvan flutti til Íslands 2004 en árið 2007 sigraði hann X factor keppnina á Íslandi árið. Í samstarfi við Friðrik Ómar gaf hann út plötuna VINALÖG sem var mest selda plata ársins 2009 á Íslandi. Hann hefur tekið þátt í Söngvakeppni Sjónvarpssins í nokkur skipti en besta árangrinum náði hann með lagið One more day eftir Bubba Morthens árið 2010 eða annað sætið.. Jógvan hefur verið í samtarfi við Siggu Beinteins og Guðrúnu Gunnarsdóttur í tónleikaverkefninu Við eigum samleið, með Friðriki Ómari í Sveitalíf, túrað landið þvert og endilangt og verið vinsæll veislustjóri.

Fylgstu með Jógvan á instagram: jogvan.hansen.official