
Miðasalan er hafin árið 2025!

Þá er miðasalan formlega hafin á Vitringana þrjá árið 2025. Miðasalan hófst í dag kl. 10:00 bæði í Hörpu og Hofi en alls eru 15 sýningar í sölu nú þegar. Við mælum með að þið tryggið ykkur miða sem fyrst. Bókanir fyrir hópa (21 manns eða fleiri)
sendist á info@betlehem.is
Miðasala í Hörpu
Miðasala í Hofi
Vitringarnir munu koma fram ásamt frábærri hljómsveit undir stjórn Ingvars Alfreðssonar og óvæntir gestir munu auka á upplifunina.
Hljómsveitina skipa:
Ingvar Alfreðsson – píanó og hljómsveitarstjórn
Jóhanna Ásmundsson – bassi
Reynir Snær Magnússon – gítar
Benedikt Brynleifsson – trommur
Diddi Guðnason – slagverk
Sigurður Flosason – saxafónn og flautur
Ívar Guðmundsson – trompet
Matthías Stefánsson – fiðla og gítarar