Vitringarnir 3 kynna með stolti samstarf við Malt og appelsín og Tuborg Julebrygg.
Vitringarnir velja aðeins það besta og hvað þá í desember.

Vörumerkið Malt og appelsín hefur fylgst íslendingum í áratugi og er sankallaður þjóðardrykkur íslendinga. Talið er að fólk hafi tekið að blanda saman Egils Malti og Egils Appelsíni strax á 6. áratugnum til að drýgja Maltið, sem var frekar dýrt. Í dag eru fá heimili sem halda heilög jól án þess að þessi merka blanda komi við sögu og við erum afar stoltir að eiga í samstarfi við þessa heilögu blöndu.

Vörumerkið Tuborg Julebrygg er langvinsælasti jólabjór á Íslandi. Bjórinn er í lager Vínarstíl og í honum er bragðkeimur af karamellu og enskum lakkrís. Tuborg Jólabjórinn passar einstaklega vel með jólamat, reyktu og óreyktu svínakjöti, önd, síld og hangikjöti. Bjórinn er danskur eins og Jógvan Hansen. Vinsældir bjórsins eru þó mun meiri en Jógvans en landsmenn flykkjast að dælunum ár hvert þegar Tuborg jólabjórinn kemur til byggða.