
Það styttist í frumsýningu. Sláandi myndir frá undirbúningi!

Vitringarnir stíga á svið í Hörpu föstudagskvöldið 28. nóvember kl. 21:00 með glænýja sýningu, sjálfstætt framhald frá síðasta ári. Undirbúningur hefur staðið yfir allt sl. ár og því mikil eftirvænting í hópnum þar sem aðeins nokkrir dagar eru í frumsýningu. Vitringarnir munu stíga á svið ásamt 8 manna hljómsveit undir stjórn Ingvars Alfreðssonar sem einnig útsetur öll lögin sérstaklega fyrir sýninguna. Þá verða þrír gestir sem munu án nokkurs vafa gleðja áhorfendur með söng og leik en mikil leynd er yfir hverjir það eru. Vitringarnir hafa eytt mörgum klukkustundum í handritsgerðina sem þeir hafa að mestu leyti unnið í gegnum netið eins og meðfylgjandi myndir sýna. Þá er búningadeild Vitringanna að leggja lokahönd á allann fatnað en skiptingar á fötum verða allnokkrar á sýningunni!