
Vitringarnir mæla með La PrimaVera og Hnoss í Hörpu

Nú er glæsilegur matseðill Vitringanna í boði á La PrimaVera í Hörpu. Þessi frábæri veitingastaður er staðsettur á fjórðu hæðinni í Hörpu með dásamlegt útsýni í allar áttir. Við hvetjum gesti okkar til að tryggja sér borð fyrir eða eftir sýningarnar okkar og njóta góðs matar og drykkja. Þú finnur eitthvað fyrir alla á matseðlinum og auðvitað er hinn geysivinsæli eftirréttur Karamellutussan á seðlinum:)
Bókaðu borð hér á La PrimaVera!
Eins minnum við á frábæran Jólabrunch á veitingastaðnum HNOSS á fyrstu hæðinni í Hörpu allar helgar. Þar getur þú einnig svalað þorstanum á sérstökum Vitringakokteil sem barþjónar hússins hafa sett saman sérstaklega fyrir gestina okkar.
Tilvalið fyrir þá sem eru að koma á sýningarnar hjá okkur að degi til um helgar.
Bókaðu borð hér á HNOSS!
